Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að aðildarviðræður Íslands og ESB - 601 svör fundust
Niðurstöður

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland?

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Stenst það 65. gr. stjórnarskrárinnar að sum fyrirtæki fái skattaafslátt umfram önnur?

65. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er svohljóðandi: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þe...

Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?

Skilja verður spurningu þessa sem svo, að með henni sé leitað svara við því hvort útboð Seðlabanka Íslands almennt séð falli að reglum EES-réttar um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði. Varðandi fyrra atriðið, um það hvort útboðin falli að reglum um frjálst flæði fjármagns, þá er því ti...

Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?

Hinn 15. desember 2011 höfðaði eftirlitsstofnun EFTA mál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Dómkröfur eftirlitsstofnunarinnar lúta að því að EFTA-dómstóllinn lýsi því yfir að aðgerðir og aðgerðaleysi íslenska ríkisins vegna svokallaðra Icesave-reikninga í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi falið í ...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í september 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru þetta tíu vinsælustu svör septembermánaðar árið 2012 á Evrópuvefnum: Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? Ættu Íslendingar að taka upp evruna? Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla? Hverjar yrðu hels...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í ágúst 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör ágústmánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Í hvaða ESB-löndum er vændi leyfilegt og hefur ESB markað sér einhverja stefnu í vændismálum? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðasti...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál? - Myndband

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?

Finnland er eina Norðurlandið sem hefur evru sem gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru, þar sem ríkið samdi sérstaklega um það fyrir gildistöku hans. Svíþjóð hefur í raun tekið einhliða ákvörðun um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur, sem ekki eru aðilar að Evró...

Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?

Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið...

Hvað er Hoyvíkursamningurinn og á hvaða hátt er hann frábrugðinn öðrum fríverslunarsamningum Íslands?

Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja. Að EES-samningnum undanskildum er hann víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Hoyvíkursamningurinn er sérstakur fyrir þær sakir að vera eini fríverslunarsamningur Íslands sem afnemur alla tolla á landbúnaðarafurðum, en almen...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Leita aftur: